Jólablogg

 

Fréttir 23/12 2009

 

Loksins koma fréttir héðan!bloggmynd

Lífið hefur gengið sinn vanagang. Við fórum með þetta verkefni á frábæra sýningu sem kallaðist Stefnumót á Ströndum. Sýningin var undir styrkri stjórn Ingibjargar Valgeirsdóttur. Þar vorum við með bás til að kynna  ,,Sumardvöl á Melum" og þangað kom margt fólk. Þarna upplifði maður samtakamátt á Ströndum svo um munaði. Við hefðum ekki viljað missa af þessu flotta framtaki.

Síðan tóku við þessi hefðbundnu sveitastörf: smölun - réttir, slátrun, klippingar og tilhleypingar en þess í milli var verið að leita að óskilafé. Síðasta smölun var 16/12 þá var farið á bát yfir í Kamb, þar sem menn settu sig í hættu við að fanga féð.   nóv-des 2009 085

Kæru vinir! Við sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Takk fyrir góðar viðtökur á árinu sem er að líða og verið ætíð velkomin í sveitina!

 Badda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband