MARS

Veðrið lofaði góðu, allavega fyrst um sinn. Saumaklúbburinn á Melum var haldinn og í hann mættu tvær stöllur,  María (fluga á vegg) og Vigdís Grímsdóttir rithöfundur sem las upp fyrir okkur.  það gerði stormandi lukku. Þá var  kosið ogklippt, sprautað, og fóstur talin. Stofnaður var trimmhópur Trékyllisvíkur og trimmað er þrisvar í viku. Fyrsta pöntunin fyrir sumarið kom frá Hornstrandaförum og hlökkum við mikið til.Bændur skelltu sér á Sögu á Árshátíð Árneshreppsbúa sem var mjög skemmtilegt. Loks kom hið langþráða páskafrí og heimasæturnar komu heim í búskapinn.  Þá var líka spilað, borðað, slappað af, trimmað og farið á milli bæja (gestast). Samgöngur hafa verið nokkuð góðar vegna þess að vetur konungur hefur farið mjúkum höndum um okkur.  Þetta dregur mikið úr einangruninni  og gert sveitungunum kleift að vera á faraldsfæti í allan vetur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband