Frábæru frænkurnar frá Fögrubrekku

Þær Bergrún, Katrín og Auður komu snemma morguns til okkar,  foreldrarnir ætluðu að ganga á fjöll í nágrenninu. Byrjað var á því að gefa heimalningunum, Dísu og Mel og gekk það þokkalega. Þá lá leið okkar í fjöruna hér á Melum en þar er margt spennandi að sjá eins og í flestum fjörum.  Þeir Róbert og Skúli Björn fengu að fara með út að Nykurklettum þar fundum við ýmislegt skemmtilegt, t.d. hnyðjur, kuðunga, bláskeljar og nefiðukollur sem vöktu sérstaka athygli. Þegar heim var komið var “gullið” þrifið, þurrkað og flokkað til þess að hægt væri að vinna með það eftir hádegið. Húsmóðirin bauð upp á heimagerð bjúgu og allir tóku vel til matar síns.

Næst lá leiðin út í Hellisvík, Brynja barnabarn fékk að fara með frænkunum þangað Versló2 2009 039  og þær leiddu hana til skiptis. Þar var margt að sjá, t.d gömul beitarhús sem frænkunum þóttu merkileg auk hellissins sem víkin dregur nafn sitt af. Við sáum mikið af hræjum sem sennilega tófan hefur verið að draga björg í bú.Þarna gátum við fundið margskonar fjörugull og þyngdist bakpokinn stöðugt. Ég og Bergrún skoðuðum Kistuvog og hún fékk smá frásögn um hvað þarna gerðist en meðan leituðu stelpurnar að berjum. Nú vorum við orðnar svangar því að heima beið okkar snúðadeig sem frænkurnar ætluðu að baka úr. Það gekk mjög vel og ekki gekk síður sá partur að renna þeim niður í kaffitímanum.  Versló2 2009 037Kvennaskólapíurnar buðu krökkunum út í eltingaleik eftir kaffið og það mæltist vel fyrir.

Nú var farið að styttast dvöl þeirra hér en síðasta sem gera átti var að gefa Mel og Dísu en þau fundust ekki sama hvað við kölluðum og  jörmuðum.  Frænkurnar kvöddu eftir góðan dag og fóru heim að Fögrubrekku en Dísa og Melur skiluðu sér rétt fyrir miðnættið. Nokkrum dögum seinna áttu þær leið um og komu við til að gefa heimalningunum og með því kvöddum við þessar frábæru frænkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband