Gráðugir heimalningar, gersemar í fjörunni, gómsætir snúðar og gaman í sundi

FjöruferðKátu systkinin Aron, Irsa og Eyrún vöknuðu við jarmið í Dísu Ljósálf og Mel. Systkinin fengu sér morgunverð og fóru svo út að gefa heimalningunum, það gekk barasta vel -- nema að þeim fannst lömbin ansi gráðug.

Síðan fórum við  út í Hellisvík sem er fyrir utan Finnbogastaði. Þar fórum við að tína skeljar og fleira dót, við komum heim með fullan bakpoka af allskonar gulli og gersemum. 

BaksturSnúðabakstur var í dag og við vorum svo heppin að það komu fimm krakkar í heimsókn til að fá að gefa heimalingunum og allir fengu sér mjólk og snúð og svo léku krakkarnir sér. Fyrir kvöldmat fengu systkinin sér göngu í fjöruna hér fyrir neðan bæinn og þeim fannst öldurnar ótrúlega stórar.

Heimasæturnar buðu systkinunum með sér í sund og það var ekkert smá gaman. Þar var mikið fjör, síðan komið seint heim, allir þreyttir eftir viðburðaríkan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband