Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Takk fyrir spjallið
Takk fyrir spjallið Badda mín, við mæðgur fórum beint inn á síðuna og skoðuðum myndir. Ég fékk algjört "flash-back" og Margrét Helga spyr og spyr. Kveðja Ingibjörg og Margrét Helga
Ingibjörg (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 6. júlí 2011
Takk fyrir okkur
Nú eru Aron,Irena og Eyrún komin heim á Sólheima eftir frábæra 3 daga í sveitasælunni hjá Böddu og Birni á Melum. Þar fengu þau að vera í mjög góðu yfirlæti á meðan foreldrarnir þrömmuðu um Hornstrandir. Börnin voru mjög ánægð með dvölina hjá ykkur og þökkum við kærlega fyrir þessa frabæru þjónustu sem þarna er í boði fyrir börn Hornstrandafara. Einnig þökkum við foreldrarnir kærlega fyrir gistinguna síðustu nóttina en við þurftum að yfirgefa Hornstrandir einum degi of snemma vegna slæmrar veðurspár. Á heimleiðinni fengum við góða skýrslu frá börnunum okkar um dvölina á Melum og voru þau mjög ánægð og greinilegt var að þau fengu óskipta athygli og umhyggju heimamanna. Það var föndrað með þeim farið í fjöru, þau fengu að baka pizzu og lummur, fara í sund, gefa heimalingunum, merkja heyrúllur og svo má lengi telja. Þau höfðu það gaman að þessu að þau sögðu að þau myndu velja Dvöl hjá Böddu fram yfir sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn (sem Aron og Eyrún sóttu fyrr í sumar) og fram yfir 5 daga hestanámskeið á Hestheimum sem Irena sótti fyrr í sumar og þótti mjög gaman. Enn og aftur, þúsund þakkir fyrir okkur. Til annarra Hornstrandafara. Ég hvet ykkur til að nýta ykkur þessa frabæru þjónustu þegar þið eigið leið á Hornstrandir og þurfið pössun eða viljið gefa börnunum ykkar ógleymanlegt ævintýri í sveitinni.
Valdís og Sævar (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 24. júlí 2009
Gaman að þessu
Þetta finnst mér alveg frábært hjá ykkur. Gangi ykkur vel, ég veit að þau börn sem koma til ykkar, um þau mun ekki væsa. Styð ykkur og get mælt með sveitadvöl á Melum, sonur minn var í sveit hjá Böddu frænku og kom breyttur og betri drengur heim með aðra sýn á lífið. Bestu kveðjur til ykkar allra, Inga Dóra
Inga Dóra Konráðsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 22. júní 2009
Til hamingju
Þetta er gott hjá ykkur. vona að það gangi vel. Bestu kveðjur Kristmundur Gjögri
Kristmundur Kristmundsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 17. júní 2009
Frábært.
Frábært framtak og stórsniðug hugmynd. Öll börn hafa gott að því að komast í tæri við náttúruna og dýrin. Þetta er frábært tækifæri fyrir börn, sem eiga enga sveit til að fara í. Það veit ég með vissu að þeim mun líða vel hjá ykkur í sumar. Kveðja Sigrún Ósk
Sigrún Ósk (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 7. júní 2009