Badda á Melum

Badda og Björn eru bændur á Melum í Trékyllisvík. Badda er búin að vera leiðbeinandi við Finnbogastaðaskóla nær 30 ár. Þau hjón  bjóða upp á barnapössun frá 22. júní til 5. ágúst eða eftir samkomulagi.

 

Einstök upplifun fyrir öll börn á aldrinum frá 5- 12 ára! Tekið er á móti þremur til fjórum börnum í einu þannig að ekki mun skorta fjörið á bænum.

 

 Badda og Björn (fædd 1956) hófu búskap á Melum I 1975 og hafa alið upp fimm börn og eiga þar að auki sex barnabörn sem koma hvenær sem færi gefst í sveitina í heimsókn til afa og ömmu. Þrjú börn eru uppkomin en eftir eru tvær heimasætur á bænum (18 og 19 ára). Hjónin eru sauðfjárbændur með rúmlega 400 ær á fóðrun og einn hund. Á sumrin eru kindurnar flestar á fjalli en hvert sumar eru nokkrir heimalningar sem fá mjólk úr pela. 

Ýmislegt er gert með börnunum og verður næg útivist í boði. Farið verður í gönguferðir, fjöruferðir og í sund. Gefa heimalningum og ærslast í heyinu. Nóg pláss er fyrir ýmsa leiki utandyra sem innan, boltaleiki og feluleiki. Svo verður ábyggilega bakað  ofan í mannskapinn.

 

Um mitt sumar stendur heyskapur yfir og mun þá bóndinn fara að heyja á stórri dráttarvél sinni. Sumargestir fá að taka þátt í störfunum á bænum eins og kostur er.

Hafið samband í síma 4514015 eða sendið póst í bjf@ismennt.is.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband